Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að afkoma ríkissjóðs verði bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári.
Aukinn sparnaður er sagður m.a. felast í niðurskurði í ferðakostnaði, frestun framkvæmda, nýjum tekjum og með því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum.
Fram kemur að tímabundið verður frestað framkvæmdum fyrir a.m.k. 3,5 milljarða króna til að draga úr þenslu. Meðal verkefna sem um ræðir er nýbygging stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila.
Þær útgjaldaráðstafnir sem ríkisstjórnin kynnti í dag eiga að bæta afkomu ríkissjóðs um 9 milljarða til viðbótar við þær 8,8 milljarða aðhaldsaðgerðir sem kynntar voru í fjármálaáætlun.
Þá munu fjármálareglur, sem var vikið tímabundið til hliðar í Covid-faraldrinum, taka gildi ári fyrr en áætlað var.
Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir til að vinna gegn verðbólgu. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir að afkoma ríkissjóðs verði bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári.
Aukinn sparnaður er sagður m.a. felast í niðurskurði í ferðakostnaði, frestun framkvæmda, nýjum tekjum og með því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum.
Fram kemur að tímabundið verður frestað framkvæmdum fyrir a.m.k. 3,5 milljarða króna til að draga úr þenslu. Meðal verkefna sem um ræðir er nýbygging stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila.
Þær útgjaldaráðstafnir sem ríkisstjórnin kynnti í dag eiga að bæta afkomu ríkissjóðs um 9 milljarða til viðbótar við þær 8,8 milljarða aðhaldsaðgerðir sem kynntar voru í fjármálaáætlun.
Þá munu fjármálareglur, sem var vikið tímabundið til hliðar í Covid-faraldrinum, taka gildi ári fyrr en áætlað var.
Minni launahækkun fyrir þingmenn og embættismenn
Meðal aðgerða sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í er að breyta lögum þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækki um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí næstkomandi. „Þannig verði tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting.“
Jafnframt hyggst ríkið tvöfalda stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins ásamt því að auka framlög til hlutdeildarlána. Í tilkynningunni segir að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1.000 á ári.