Jón Bjarki Benediktsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að verðbólguvæntingar séu vissulega enn of háar á flesta ef ekki alla mælikvarða og sem fyrr leggur peningastefnunefnd Seðlabankans mikla áherslu á það.
„Þó má færa fyrir því rök að mælikvarðar á borð við langtíma verðbólguálag á markaði séu ekki ýkja langt frá markmiði bankans þegar tillit hefur verið tekið til þess að óvissuálag á langtíma óverðtryggð skuldabréf er væntanlega í hærri kantinum þessa dagana,” skrifar Jón Bjarki á vef Íslandsbanka.
Greiningardeild Íslandsbanka spáði því að vextir yrðu lækkaðir um 0,25% í dag en peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum óbreyttum.

Að mati Jóns Bjarka kom á óvart hversu hversu litla vigt nýgerðir kjarasamningar virðast hafa í ákvarðanatöku peningastefnunefndar.
Á von á vaxtalækkun í maí
Þá var framsýn leiðsögn nefndarinnar að hans mati „ æði snubbótt og tónninn hlutlaus.“
„Hún gefur því ekki til kynna að bankinn sé í startholunum að hefja vaxtalækkunarferli á næstu mánuðum. Við teljum þó meiri líkur en minni á því að vaxtalækkunarferlið hefjist með lækkun vaxta í maímánuði þótt líkur á frekari töf hafi aukist eftir tíðindi dagsins,“ skrifar Jón Bjarki.
„Hún gefur því ekki til kynna að bankinn sé í startholunum að hefja vaxtalækkunarferli á næstu mánuðum. Við teljum þó meiri líkur en minni á því að vaxtalækkunarferlið hefjist með lækkun vaxta í maímánuði þótt líkur á frekari töf hafi aukist eftir tíðindi dagsins,“ skrifar Jón Bjarki.
„Að sama skapi hefur að okkar mati aukist hættan á að viðbragð bankans við breyttum horfum verði seinna en heppilegt væri og peningastefnan ýki hagsveifluna á komandi misserum fremur en dragi úr henni. Vonandi verður það þó ekki raunin,“ skrifar Jón Bjarki að lokum.