Bæði verð­tryggður og ó­verð­tryggður á­vöxtunar­ferill ríkis­tryggðra skulda­bréfa er niður­hallandi sem gefur vís­bendingar um að fjár­festar vænti lægri vaxta og verð­bólgu í fram­tíðinni.

Sam­kvæmt Fjár­mála­stöðug­leika­riti Seðla­banka Ís­lands hefur halli verð­tryggða vaxta­ferilsins aukist á árinu.

Í upp­hafi árs var 45 punkta munur á verð­tryggðum vöxtum til 5 og 10 ára en í lok ágúst nam bilið 115 punktum.

Verð­tryggða á­vöxtunar­krafan til fimm ára hefur hækkað um 50 punkta á árinu á meðan 10 ára verð­tryggða krafan hefur lækkað um 20 punkta.

Bæði verð­tryggður og ó­verð­tryggður á­vöxtunar­ferill ríkis­tryggðra skulda­bréfa er niður­hallandi sem gefur vís­bendingar um að fjár­festar vænti lægri vaxta og verð­bólgu í fram­tíðinni.

Sam­kvæmt Fjár­mála­stöðug­leika­riti Seðla­banka Ís­lands hefur halli verð­tryggða vaxta­ferilsins aukist á árinu.

Í upp­hafi árs var 45 punkta munur á verð­tryggðum vöxtum til 5 og 10 ára en í lok ágúst nam bilið 115 punktum.

Verð­tryggða á­vöxtunar­krafan til fimm ára hefur hækkað um 50 punkta á árinu á meðan 10 ára verð­tryggða krafan hefur lækkað um 20 punkta.

Stutti endi verð­tryggða vaxta­ferilsins hefur þannig hækkað mikið á árinu eftir tölu­verða hækkun á á­vöxtunar­kröfu stysta verð­tryggða ríkis­bréfsins.

Ó­verð­tryggðar á­vöxtunar­kröfur ríkis­bréfa hafa lítið breyst á árinu, þó að greina megi flökt á milli mánaða, enda hafa megin­vextir Seðla­bankans haldist í 9,25% á tíma­bilinu.

Ávöxtunarkrafa ríkistryggðra skuldabréfa
Ávöxtunarkrafa ríkistryggðra skuldabréfa

„Velta á skulda­bréfa­markaði fyrstu átta mánuði ársins nam um 1.174 ma.kr. og minnkaði um 2,8% á milli ára en veltan í fyrra var mesta árs­velta síðan 2015. Þá hefur aðal­vísi­tala skulda­bréfa­markaðarins, NOMXIBB, hækkað um 4,7% á árinu en hækkaði um 4% á síðasta ári,“ segir í Fjár­mála­stöðug­leika

Verð­bólgu­á­lag til skamms tíma hefur lækkað nokkuð á árinu. Á­lagið til eins árs hefur lækkað um 180 punkta og á­lagið til tveggja ára um 140 punkta.

Verð­bólgu­á­lag til skamms tíma hefur ekki verið jafn lágt síðan sumarið 2021 eða í um þrjú ár sem kann að endur­spegla aukna trú fjár­festa á að að­hald peninga­stefnunnar sé farið að hafa til­ætluð á­hrif.

Hjöðnun verð­bólgu og skamm­tíma­verð­bólgu­væntingar hafa leitt af sér tölu­verða hækkun raun­vaxta á árinu enda hafa megin­vextir Seðla­bankans verið ó­breyttir í rúmt ár.