Árs­verð­bólga í Bret­landi mældist 1,7% í septem­ber­mánuði og fór þannig undir 2% verð­bólgu­mark­mið Eng­lands­banka í fyrsta sinn í þrjú ár.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eykur þetta líkurnar tölu­vert á vaxta­lækkun í næsta mánuði.

Verð­bólga á árs­grund­velli mældist 2,2% í ágúst­mánuði og höfðu hag­fræðingar spáð því að verð­bólgan yrði um 1,9% í septem­ber.

Árs­verð­bólga í Bret­landi mældist 1,7% í septem­ber­mánuði og fór þannig undir 2% verð­bólgu­mark­mið Eng­lands­banka í fyrsta sinn í þrjú ár.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eykur þetta líkurnar tölu­vert á vaxta­lækkun í næsta mánuði.

Verð­bólga á árs­grund­velli mældist 2,2% í ágúst­mánuði og höfðu hag­fræðingar spáð því að verð­bólgan yrði um 1,9% í septem­ber.

Sterlings­pundið veiktist um 0,5% gagn­vart Banda­ríkja­dal um leið og tölurnar voru kynntar.

Kjarna­verð­bólga lækkaði einnig milli mánaða og mældist 3,2% á árs­grund­velli sem er lækkun úr 3,6% í ágúst­mánuði.

„Við sjáum loksins ljósið við enda ganganna í bar­áttunni við verð­bólguna,“ segir Joe Nellis, efna­hags­ráð­gjafi hjá MHA, í sam­tali við WSJ.