Verð­bólgu­væntingar á evru­svæðinu hafa ekki verið lægri í næstum tvö ár sam­kvæmt Financial Times.

Ef marka má fram­virka verð­bólgu­skipta­samninga til fimm ára vænta markaðs­aðilar að verð­bólga verði um 2,1% á evru­svæðinu eftir fimm ár sem er lækkun úr 2,3% í síðasta mánuði.

„Þetta er mikil hreyfing,“ segir Tomasz Wi­ela­dek, aðal­hag­fræðingur T. Rowe Price, í sam­tali við Financial Times. „Ég held að ótti fjár­festa um kreppu­verð­bólgu sé að hverfa,“ bætir hann við.

Til saman­burðar benda sam­bæri­legir skipta­samningar í pundum til þess að fjár­festar telji að verð­bólga í Bret­landi verði um 3,2% eftir fimm ár.

Mun það vera lækkun úr 3,5% í apríl en um er að ræða lægstu verð­bólgu­væntingar í Bret­landi frá árinu 2016.

Fjár­festar hafa haft miklar á­hyggjur af verð­bólgunni síðustu mánuði en eftir dræmar vinnu­markaðs­tölur vestan­hafs í byrjun mánaðar varð mögu­legur efna­hags­sam­dráttur meira á­hyggju­efni.

Verð­bólgu­væntingar vestan­hafs hafa einnig lækkað og telja fjár­festar að verð­bólgan verði um 2,4% á næstu árum.