Verðbólguvæntingar á evrusvæðinu hafa ekki verið lægri í næstum tvö ár samkvæmt Financial Times.
Ef marka má framvirka verðbólguskiptasamninga til fimm ára vænta markaðsaðilar að verðbólga verði um 2,1% á evrusvæðinu eftir fimm ár sem er lækkun úr 2,3% í síðasta mánuði.
„Þetta er mikil hreyfing,“ segir Tomasz Wieladek, aðalhagfræðingur T. Rowe Price, í samtali við Financial Times. „Ég held að ótti fjárfesta um kreppuverðbólgu sé að hverfa,“ bætir hann við.
Verðbólguvæntingar á evrusvæðinu hafa ekki verið lægri í næstum tvö ár samkvæmt Financial Times.
Ef marka má framvirka verðbólguskiptasamninga til fimm ára vænta markaðsaðilar að verðbólga verði um 2,1% á evrusvæðinu eftir fimm ár sem er lækkun úr 2,3% í síðasta mánuði.
„Þetta er mikil hreyfing,“ segir Tomasz Wieladek, aðalhagfræðingur T. Rowe Price, í samtali við Financial Times. „Ég held að ótti fjárfesta um kreppuverðbólgu sé að hverfa,“ bætir hann við.
Til samanburðar benda sambærilegir skiptasamningar í pundum til þess að fjárfestar telji að verðbólga í Bretlandi verði um 3,2% eftir fimm ár.
Mun það vera lækkun úr 3,5% í apríl en um er að ræða lægstu verðbólguvæntingar í Bretlandi frá árinu 2016.
Fjárfestar hafa haft miklar áhyggjur af verðbólgunni síðustu mánuði en eftir dræmar vinnumarkaðstölur vestanhafs í byrjun mánaðar varð mögulegur efnahagssamdráttur meira áhyggjuefni.
Verðbólguvæntingar vestanhafs hafa einnig lækkað og telja fjárfestar að verðbólgan verði um 2,4% á næstu árum.