Neyt­endur á evru­svæðinu eru ör­lítið já­­kvæðari gagn­vart fram­tíðinni miðað við mánaðar­­lega könnun evrópska Seðla­bankans.

Verð­bólgu­væntingar neyt­enda yfir 12 mánaða tíma­bil hafa lækkað í 2,9% en stóðu í 3,0% í síðasta mánuði

Sömu­­leiðis hafa verð­bólgu­væntingar til þriggja ára hafa lækkað úr 2,5% í 2,4%.

Verð­bólgu­væntingar geta skipt máli en hug­­myndir fólks um verð­­þróun á vöru og þjónustu í fram­­tíðinni hafa mikil á­hrif á það hvernig verð­bólga þróast.

Það er vegna þess að væntingar um verð­­þróun hafa m.a. á­hrif á launa­­kröfur fólks og á­kvarðanir fyrir­­­tækja um sölu­verð vöru og þjónustu.

Líkt og Við­­skipta­blaðið greindi frá í gær stefnir allt í að Evrópski seðla­bankinn muni lækka vexti í næstu viku.

Fjár­festar eru að veðja á 25 punkta lækkun en vextir á evru­svæðinu eru 4% og hafa aldrei verið hærri. Verð­bólga á evru­svæðinu mældist 2,4% í apríl­mánuði og nálgast óð­fluga 2% mark­mið seðla­bankans.

Vextir hafa nú þegar verið lækkaðir í Sviss, Sví­þjóð, Tékk­landi og Ung­verja­landi á árinu vegna hjaðnandi verð­bólgu.