Neytendur á evrusvæðinu eru örlítið jákvæðari gagnvart framtíðinni miðað við mánaðarlega könnun evrópska Seðlabankans.
Verðbólguvæntingar neytenda yfir 12 mánaða tímabil hafa lækkað í 2,9% en stóðu í 3,0% í síðasta mánuði
Sömuleiðis hafa verðbólguvæntingar til þriggja ára hafa lækkað úr 2,5% í 2,4%.
Verðbólguvæntingar geta skipt máli en hugmyndir fólks um verðþróun á vöru og þjónustu í framtíðinni hafa mikil áhrif á það hvernig verðbólga þróast.
Það er vegna þess að væntingar um verðþróun hafa m.a. áhrif á launakröfur fólks og ákvarðanir fyrirtækja um söluverð vöru og þjónustu.
Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í gær stefnir allt í að Evrópski seðlabankinn muni lækka vexti í næstu viku.
Fjárfestar eru að veðja á 25 punkta lækkun en vextir á evrusvæðinu eru 4% og hafa aldrei verið hærri. Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4% í aprílmánuði og nálgast óðfluga 2% markmið seðlabankans.
Vextir hafa nú þegar verið lækkaðir í Sviss, Svíþjóð, Tékklandi og Ungverjalandi á árinu vegna hjaðnandi verðbólgu.