Tæknirisinn Apple hækkaði á dögunum verðið á áskriftum af tónlistarveitunni Apple Music og streymisveitunni Apple TV+. Mánaðargjald af áskrift á tónlistarveitunni hækkar um einn dal, úr 9,99 dölum í 10,99 dali. Þá hækkar mánaðargjald streymisveitunnar um 2 dali, úr 4,99 dölum í 6,99 dali.

Þeir sem kjósa að greiða árgjald þurfa einnig að sætta sig við verðhækkanir. Árgjald Apple Music hækkar í 109 dali úr 99 dölum meðan árgjald Apple Tv+ hækkar í 69 dali úr 49,99 dölum.

Þá hækkar mánaðargjald Apple One, sem veitir aðgang að ofangreindum þjónustum og fleiri til, úr 14,95 dölum í 16,95 dali.