Lyfjafyrirtækið AstraZeneca er verðmæta fyrirtækið Bretlandseyja en markaðsvirði þess er að nálgast 200 milljarða punda eða um 35.500 milljarða króna.

Lyfjafyrirtækið AstraZeneca er verðmæta fyrirtækið Bretlandseyja en markaðsvirði þess er að nálgast 200 milljarða punda eða um 35.500 milljarða króna.

Næst á eftir AstraZenica eru fyrirtækin Shell, HSBC, Unilever og BP. Pascal Soriot, forstjóri AstraZenica, hefur gefið það út að stefnt sé að því að nærri tvöfalda tekjur félagsins fyrir árið 2030, sem þýðir að þær verða um 80 milljarðar punda í lok áratugarins.

Talið er eð vöxturinn verði fyrst og framst vegna þróunar á líftæknilyfjum. Sykursýkislifið Farxiga er í dag það lyf sem AstraZeneca hefur mestar tekjur af en sala þess nemur um 6 milljörðum punda á ári, eða um 1.000 milljörðum króna. Einkaleyfi AstraZenica á Farxiga rennur út eftir tvö ár.

Soriot er hæst launaðasti forstjóri skráðra félaga í Bretlandi með um 19 milljónir punda í árslaun eða tæplega 3,4 milljarða króna.