Fyrirtækið Athletic Brewing, stærsti óáfengi bjórframleiðandi í Bandaríkjunum, heldur áfram að græða í þar í landi þar sem sífellt fleiri kjósa að drekka áfengislausa drykki.

Samkvæmt fréttamiðlinum WSJ hefur fyrirtækið nýlega lokið 50 milljóna dala hlutafjáraukningu, sem leidd er af fjárfestingafyrirtækinu General Atlantic. Fyrirtækið er nú metið á 800 milljónir dala og hefur verðmatið tvöfaldast á tveimur árum.

Fyrirtækið Athletic Brewing, stærsti óáfengi bjórframleiðandi í Bandaríkjunum, heldur áfram að græða í þar í landi þar sem sífellt fleiri kjósa að drekka áfengislausa drykki.

Samkvæmt fréttamiðlinum WSJ hefur fyrirtækið nýlega lokið 50 milljóna dala hlutafjáraukningu, sem leidd er af fjárfestingafyrirtækinu General Atlantic. Fyrirtækið er nú metið á 800 milljónir dala og hefur verðmatið tvöfaldast á tveimur árum.

Athletic var stofnað árið 2017 en fór fljótlega að stækka og hefur nú tekið fram úr bæði Heineken og Budweiser þegar kemur að sölu óáfengra bjóra.

Á síðasta ári seldi fyrirtækið meira en 258 þúsund tunnur af bjór og er nú eitt af topp 20 stærstu bruggfyrirtækjum Bandaríkjanna. Fyrirtækið segir bruggun sína svipaða og með venjulegum bjór en fylgist vel með hitastigi og öðrum þáttum til að halda áfengismagninu lágu.