Sam­kvæmt út­reikningum Við­skipta­blaðsins byggðum á mæli­kvörðum sem sér­fræðingar á eigna­mörkuðum styðjast við má á­ætla að verð­mat Perlunnar sé á bilinu 2,5 til 3 milljarðar ís­lenskra króna.

Leigu­tekjur Perlunnar eru rúmar 20 milljónir á mánuði en rekstrar­kostnaður eignarinnar er hærri en gerist og gengur.

Með Perlunni fylgir þó byggingar­réttur á lóðinni fyrir 1.238,5 m2 við­byggingu sem var ætlað að hýsa stjörnu­ver (e. planetarium) en mun það ó­hjá­kvæmi­lega hækka verð­matið.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá borginni þarf að breyta skipu­lagi ef salurinn verður nýttur í eitt­hvað annað en sýningar­rými en samkvæmt því sem Viðskiptablaðið kemst næst þarf ekki að reka þar stjörnuver.

Sýni­legi hluti við­byggingarinnar er 369,5 m2 og hinir 869 m2 við­byggingarinnar eru neðan­jarðar. Þá fylgja byggingar­réttinum ýmsar breytingar á stofn- og tengi­stígum á úti­vistar­svæðinu í kringum Perluna.

Borgar­ráð sam­þykkti í síðustu viku að heimila fjár­mála- og á­hættu­stýringar­sviði að hefja sölu­ferli á Perlunni og tveimur vatns­tönkum sem eru í eigu borgarinnar. Stærð hússins og tanka er um 5.800 fer­metrar og er fast­eigna­mat 3.942.440.000 krónur.

Viðbygging við Perluna sem gæti aukið tekjumöguleika nýrra eigenda.