Omnicom Group er að festa kaup á Interpublic Group en verði kaupin að veruleika yrði um leið til stærsta auglýsingafyrirtæki heims að sögn fólks sem þekkir til í bransanum sem Wall Street Journal ræddi við.
Ekki tókst að komast að nákvæmum skilmálum samningsins en að sögn WSJ mun fyrrnefnda félagið greiða fyrir kaupin á því síðarnefnda með útgáfu á nýjum hlutabréfum. Talið er að veðmæti viðskiptanna nemi um 13-14 milljörðum dala, að undanskildum skuldum.
Markaðsvirði Interpublic Group nam um 11 milljörðum dala þegar þetta var skrifað. Miðað við ársreikninga félaganna fyrir síðasta ár myndu hreinar tekjur sameinaðs félags nema um 20 milljörðum dala á ársgrundvelli.
Samruni Omnicom Group, þriðja stærsta auglýsingafyrirtækis heims, og Interpublic Group, fjórða stærsta, myndi steypa WPP af stóli sem stærsta fyrirtæki greinarinnar. Hreinar tekjur WPP voru um 15,1 milljarður dala á síðasta ári.