Indverska dótturfélag Disney, Star India, hefur tilkynnt að það muni sameinast indverska fjölmiðlafyrirtækinu Viacom18 síðar á þessu ári. Viacom18 er í eigu Mukesh Ambani sem er einn ríkasti maður í Asíu og eru samsteypur hans metnar á 8,5 milljarða dali.

Fyrirtækið Reliance Industries mun leiða nýja fyrirtækið, sem mun verða eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki Indlands.

Indverska dótturfélag Disney, Star India, hefur tilkynnt að það muni sameinast indverska fjölmiðlafyrirtækinu Viacom18 síðar á þessu ári. Viacom18 er í eigu Mukesh Ambani sem er einn ríkasti maður í Asíu og eru samsteypur hans metnar á 8,5 milljarða dali.

Fyrirtækið Reliance Industries mun leiða nýja fyrirtækið, sem mun verða eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki Indlands.

Sameining þessara fyrirtækja mun bjóða 750 milljónum viðskiptavinum fleiri en 120 rásir um allt land. Reliance Industries hefur jafnframt heitið því að leggja 1,4 milljarða dala í verkefnið til að hjálpa fyrirtækinu að vaxa.

Viacom18 var stofnað árið 2007 sem samstarf milli Reliance og Paramount og rekur það meðal annars stöðvarnar MTV og Nickelodeon.

Samningur Disney og Reliance er enn háður samþykki indverska samkeppniseftirlitsins en fyrirtækin tvö búast hins vegar að samruninn muni klárast í lok þessa árs eða snemma næsta árs.