Stefán Ragnar Guðjónsson, fyrrum framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, mun opna Partyland-verslun í Holtagörðum 17. nóvember næstkomandi. Partyland er alþjóðleg keðja verslana sem sérhæfir sig í vörum fyrir veisluhald og verður dóttir hans Kamilla Birta verslunarstjóri.

Verslunin verður rúmlega 500 fermetrar að stærð og verður hún því stærsta Partyland-verslun í Evrópu. Vörunúmerin verða á bilinu 6-8 þúsund talsins og verður hvert og eitt tilefni hólfaskipt í búðinni.

Stefán segir að Holtagarðar hafi orðið fyrir valinu þar sem mikil uppbygging sé að eiga sér stað þar og var því tilvalið að stökkva þangað og bæta við annarri verslun. „Holtagarðar eru miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og gott aðgengi úr öllum áttum. Nóg er af bílastæðum fyrir utan verslun okkar, auk þess sem í húsinu eru margir góðir grannar.”

Stefán Ragnar Guðjónsson, fyrrum framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, mun opna Partyland-verslun í Holtagörðum 17. nóvember næstkomandi. Partyland er alþjóðleg keðja verslana sem sérhæfir sig í vörum fyrir veisluhald og verður dóttir hans Kamilla Birta verslunarstjóri.

Verslunin verður rúmlega 500 fermetrar að stærð og verður hún því stærsta Partyland-verslun í Evrópu. Vörunúmerin verða á bilinu 6-8 þúsund talsins og verður hvert og eitt tilefni hólfaskipt í búðinni.

Stefán segir að Holtagarðar hafi orðið fyrir valinu þar sem mikil uppbygging sé að eiga sér stað þar og var því tilvalið að stökkva þangað og bæta við annarri verslun. „Holtagarðar eru miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og gott aðgengi úr öllum áttum. Nóg er af bílastæðum fyrir utan verslun okkar, auk þess sem í húsinu eru margir góðir grannar.”

Fjallað er um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.