Jón Daníels­son, pró­fessor í hag­fræði við London School of Economics, segir að stefna ís­lenskra eftir­lits­stofnana vera skað­lega fyrir ís­lenskt efna­hags­líf og komi í veg fyrir nýsköpun.

Sam­kvæmt skýrslu Evrópsku verðbréfa­markaðs­eftir­lits­stofnunarinnar (ESMA) virðast stjórn­valds­sektir á ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vera í sér­flokki á Evrópska efna­hags­svæðinu.

Í heildina voru lagðar 970 stjórn­valds­sektir á fjár­mála­fyrir­tæki innan EES-svæðisins fyrir 71 milljón evra á árinu 2023. Þrátt fyrir smæð landsins og fjár­mála­kerfisins greiddu ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki um 11% af heildar­sektar­fjár­hæðum á EES-svæðinu sem fjallað er um í skýrslunni og næst­hæstu heildar­fjár­hæð allra ríkja á eftir Frakk­landi.

Íbúa­fjöldi Ís­lands er innan við 0,1% af íbúa­fjölda svæðisins. Ef undir­flokkar mál­efna­sviðs skýrslunnar eru skoðaðir má sjá að ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki greiddu 42,5% af öllum sektum innan Evrópu­sam­bandsins fyrir brot á MiFID II til­skipuninni og MiFIR reglu­gerðinni frá fram­kvæmda­stjórn ESB.

„Ís­lensk yfir­völd hafa allt frá efna­hags­hruninu árið 2008 verið að birgja brunninn eftir að barnið datt í hann. Við höfum verið með miklu strangari reglur á bönkunum heldur en aðrar Evrópuþjóðir,“ segir Jón.

„Í rauninni held ég að þetta sé sál­rænt áfall eftir hrunið 2008. Vanda­málið við þetta, og þetta er stórt vanda­mál, er að hrunið mun aldrei gerast aftur í sömu mynd og áður því þær aðstæður sem voru til staðar þá hafa ekki verið til síðan.“

„Af þeim sökum er óþarfi að setja þessar hörðu reglur á ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki og það hefur skaðað ís­lenskan efna­hag að vera með svona harðar reglur,“ segir Jón. Jón bendir á hlut­fallið af sektum vegna brota á MiFID II til­skipuninni og MiFIR reglu­gerðinni frá fram­kvæmda­stjórn ESB en þar greiddu ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki um helming sektar­fjár­hæða.

„Það bendir til þess að það sé vanda­mál í ís­lenska eftir­litinu,“ segir Jón en um er að ræða hreinar upp­hæðir. „Það sem við þurfum á að halda er fjár­mála­kerfi sem styður við hag­vöxt í landinu og styður við nýsköpun. Með því að vera með svona harðar reglur um hvað bankarnir gera og áhætturnar sem fylgja banka­starf­semi veldur því að sú starf­semi sem þjáist mest er nýsköpun og slíkir hlutir sem við þurfum mest á að halda. Þessi af­staða eftir­litsins bein­línis skaðar ís­lenskt efna­hags­líf,“ segir Jón.

Í frétta­til­kynningu frá ESMA í tengslum við birtingu skýrslunnar sagði stofnunin að samræmi skorti á sektar­fjár­hæðum meðal fjár­mála­eftir­lits­stofnana á Evrópska efna­hags­svæðinu. ESMA beinir því jafn­framt til fjár­mála­eftir­lits­stofnana að horfa ekki bara til fjölda sekta eða fjár­hæða sekta þegar kemur að því að meta árangur í sínum störfum

„Stjórn­valds­sektir eru einungis eitt verk­færi í verk­færa­kistu eftir­lits­stofnana og árangur má ekki vera ein­göngu metinn út frá fjölda þeirra sekta eða sektar­fjár­hæðum þeirra viður­laga sem beitt er í aðildarríki,“ segir í til­kynningu frá ESMA.

Sam­kvæmt skýrslu FME fyrir starfsárið 2023 kemur fram að á árinu var lögð fram stjórn­valds­sekt að fjár­hæð 76,5 milljónir króna á Símann hf., Ís­lensk verðbréf voru sektuð um 2,6 milljónir króna og þá fékkst endan­leg niður­staða fyrir dómstólum á 87 milljóna króna stjórn­valds­sekt FME á Arion banka á árinu.

Dómstólar tóku einnig fyrir sekt FME á félagið Tryggingar og ráðgjöf en FME lagði 35 milljóna króna sekt á fyrir­tækið. Endan­leg niður­staða Lands­réttar lækkaði sektar­fjár­hæðina í 9 milljónir króna.

Fjár­mála­eftir­lit Seðla­bankans er þó ekki eina ís­lenska eftir­lits­stjórn­valdið sem leggur háar sektir á ís­lensk fyrir­tæki því þó að það falli ekki undir svið ESMA þá lagði Sam­keppnis­eftir­litið lang­hæstu stjórn­valds­sekt landsins á Sam­skip árið 2023.

Sam­keppnis­eftir­litið sektaði Sam­skip um 4,2 milljarða króna árið 2023 en um er að ræða sektar­fjár­hæð sem er hærri en eigið fé félagsins.

Áskrif­endur geta lesið um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um sektirnar hér.