Eftir að hafa hagnast um 1,6 milljarða króna árið 2022 nam hagnaður Veritas-samstæðunnar 1,4 milljörðum árið 2023.

Eftir að hafa hagnast um 1,6 milljarða króna árið 2022 nam hagnaður Veritas-samstæðunnar 1,4 milljörðum árið 2023.

Rekstrartekjur námu 34 milljörðum í fyrra og jukust um 16% frá fyrra ári.

Undir Veritas eru félögin Vistor, Distica, Artasan, Medor og Stoð sem selja vörur og þjónustu til heilbrigðisgeirans.

Stjórn félagsins leggur til að 1,2 milljarðar verði greiddir út í arð til hluthafa.

Lykiltölur / Veritas

2023 2022
Tekjur 34.214  29.514
Eignir 12.807  11.545
Eigið fé 4.155 4.272
Afkoma 1.382  1.616
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.