Veritas hagnaðist um rúmlega 1,4 milljarða króna í fyrra, samanborið við tæplega 1,4 milljarða hagnað árið 2023. Velta samstæðunnar, sem inniheldur m.a. Vistor, Distica og Artasan, nam 35,9 milljörðum og jókst um 4,9% milli ára.
Móðurfélag Veritas er Guðrúnarborg en félagið leggur til að 700 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa. Stærsti hluthafi Guðrúnarborgar var í árslok Hreggviður Jónsson og fjölskylda í gegnum félagið Stormtré, sem fer í dag með 92,1% hlut. Trausttak ehf., félag í eigu Gunnars Þórs Benjamínssonar og Jóhönnu Linnet, fer með 5,9% hlut.
Stjánkur ehf., félag í meirihlutaeigu Hrundar Rudolfsdóttur, fyrrverandi forstjóra Veritas, og Kristjáns Óskarssonar, fór með 4% hlut í árslok 2023 en var ekki í hluthafahópnum um síðustu áramót. RE22 ehf., félag í eigu Jóns Björnssonar, forstjóra Veritas, kemur inn sem nýr hluthafi með 2% hlut.
Lykiltölur / Veritas ehf.
2023 | |||||||
34.214 | |||||||
4.155 | |||||||
12.791 | |||||||
1.382 |
Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.