Verið er að undirbúa að setja eitt stærsta fyrirtæki landsins, Veritas samstæðuna, í söluferli. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, staðfestir þetta í samtali við Innherja.

Veristas inniheldur fimm fyrirtæki á heilbrigðismarkaði, Vistor, Distica, Artasan, Medor og Stoð. Velta samstæðunnar nam 28,2 milljörðum króna árið 2021 og hagnaður var rúmir 1,6 milljarðar.

Verið er að undirbúa að setja eitt stærsta fyrirtæki landsins, Veritas samstæðuna, í söluferli. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, staðfestir þetta í samtali við Innherja.

Veristas inniheldur fimm fyrirtæki á heilbrigðismarkaði, Vistor, Distica, Artasan, Medor og Stoð. Velta samstæðunnar nam 28,2 milljörðum króna árið 2021 og hagnaður var rúmir 1,6 milljarðar.

Hrund segir við Innherja að nú standi yfir undirbúningsvinna með rágjöfum og í kjölfarið er stefnt á að hefja formlegt söluferli. Um yrði að ræða lokað útboð, þar sem bæði innlendum og erlendum fagfjárfestum verður boðin þátttaka.

Guðrúnarborg ehf., móðurfélag Veritas samstæðunnar, er í 90% eigu félagsins Stormtrés, sem er að mestu í eigu Hreggviðs Jónssonar. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, fer með 4% hlut í Guðrúnarborg. Þá fer félagið Trausttak, sem er í meirihlutaeigu Gunnars Þórs Benjamínssonar, með 6% hlut.

Hrund Rudólfsdóttir er forstjóri Veritas samstæðunnar.
© BIG (VB MYND/BIG)