Áætlað er að breska póstþjónustufyrirtækið Royal Mail hafi tapað um 200 milljónum punda, eða sem nemur 35 milljörðum króna, vegna verkfalla póstmanna.
Verkföllin gera það að verkum að viðskiptavinir nýta sér aðrar póstþjónustur í stað Royal Mail, sem dregur verulega úr tekjum félagsins.
Allt lítur út fyrir að tekjufall Royal Mail haldi áfram í þessum mánuði. 100 þúsund póstmenn hafa nú þegar skipulagt verkföll dagana 14.-15. desember og 23.-24. desember.
Deilurnar byrjuðu í sumar þegar Royal Mail hafnaði kröfum póstmanna um launahækkun sem næmi verðbólgunni, sem mælist nú 11,1% í Bretlandi.