Verkfall meðal starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hófst í morgun klukkan sjö að íslenskum tíma. Verkfallið er enn eitt bakslagið fyrir fyrirtækið sem hefur glímt við gæðavandamál og slæmt orðspor undanfarin misseri.

Stjórnendur höfðu boðið starfsmönnum 25% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil en starfsmenn kusu gegn tilboðinu með yfirgnæfandi meirihluta.

Verkfall meðal starfsmanna bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing hófst í morgun klukkan sjö að íslenskum tíma. Verkfallið er enn eitt bakslagið fyrir fyrirtækið sem hefur glímt við gæðavandamál og slæmt orðspor undanfarin misseri.

Stjórnendur höfðu boðið starfsmönnum 25% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil en starfsmenn kusu gegn tilboðinu með yfirgnæfandi meirihluta.

Verkfallið er einnig bakslag fyrir nýja forstjóra Boeing, Kelly Ortberg, sem ráðinn var til að taka yfir frá Dave Calhoun í síðasta mánuði.

Tæplega 95% af þeim 30 þúsund starfsmönnum innan verkalýðsfélagsins kusu gegn tilboðinu og voru 96% hlynntir verkfalli þar til nýtt samkomulag næðist.

Í yfirlýsingu frá Boeing segir að skilaboðin hafi verið skýr og að samkomulagið hafi ekki verið ásættanlegt fyrir meðlimi. „Við erum staðráðin í því að endurstilla samband okkar við starfsmenn okkar og stéttarfélagið og við erum reiðubúin að fara aftur að borðinu til að ná nýjum samningi.“