Vinnu­stöðvun flug­um­ferða­stjóra, sem eru með um 1,5 milljón krónur í meðal­laun en krefjast ígildi 25% launa­hækkunar, mun hafa „þó nokkur á­hrif“ á flug­á­ætlun Icelandair á morgun.

Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra hefur boðað til verk­falls á morgun, fimmtu­daginn 14. desember, á milli kl. 4:00 og 10:00.

„Þannig mun flugi sem er á á­ætlun snemma í fyrra­málið frá Norður-Ameríku til Ís­lands og frá Ís­landi til Evrópu seinka. Sömu­leiðis mun verk­fallið hafa keðju­verkandi á­hrif á flug síð­degis, bæði frá Evrópu til Ís­lands og frá Ís­landi til Norður-Ameríku og Evrópu. Starfs­fólk Icelandair fylgist náið með stöðunni og mun hafa sam­band við far­þega með hefð­bundnum sam­skipta­leiðum ef breyting verður á flugi,“ segir í til­kynningu frá Icelandair.

Flug­um­ferðar­stjórar hafa ein­blínt á að höggva í ís­lensku flug­fé­lögin með því að ein­blína á vinnu­stöðvun á að­flug­svæðinu FAXI sem hefur næstum bara á­hrif á ís­lensku flug­fé­lögin. Í gær þurfti að af­lýsa 25 brott­förum vegna vinnu­stöðvunar flug­um­ferða­stjóra en 23 þeirra voru á vegum Play eða Icelandair.

„Við breytingar á flug­á­ætlun hefur starfs­fólk Icelandair það að mark­miði að allir far­þegar komist á á­fanga­stað innan sama ferða­dags og að halda keðju­verkandi á­hrifum á flug­á­ætlunina í lág­marki. Flug­á­ætlunin 14. desember er um­fangs­mikil en gert er ráð fyrir að verk­falls­að­gerðirnar hafi á­hrif á um 60 flug og þar með ferða­lög um 8.300 far­þega Icelandair,“ segir í til­kynningu Icelandair.

Bæði Icelandair og Play hafa átt erfitt upp­dráttar nú í haust vegna ó­vissu í kringum jarð­hræringar á Reykja­nes­skaga sem hefur haft teljandi á­hrif á bókunar­stöðuna. Flug­fé­lögin færðu bæði af­komu­spá sína fyrir árið niður ný­verið.

Icelandair hefur birt yfir­lit yfir helstu að­gerðir sem fé­lagið þarf að fara í á morgun:

  • Flug frá Norður-Ameríku sem átti að lenda um og upp úr klukkan sex í fyrra­málið er nú á á­ætlun á milli 10:30-11:00.
  • Flug til Evrópu sem átti að fara í loftið á bilinu 7:20-8:40 er nú á á­ætlun á milli klukkan 09:45-11:45
  • Flug til London Gatwick í fyrra­málið verður sam­einað flugi til London He­at­hrow
  • Tvær ferðir til Amsterdam verða sam­einaðar
  • Flugi til Frankfurt og Ber­línar verður af­lýst og far­þegar endur­bókaðir í gegnum Munchen og Zurich
  • Hluti tengifarþega á leið til Stokkhólms og Óslóar hefur verið endurbókaður í gegnum Helsinki
  • Í vikunni hefur far­þegum sem eiga bókað flug á verk­falls­dögum verið boðið að færa flugið sitt og ferðast þannig einum degi fyrr eða síðar.
  • Hluti tengi­far­þega hefur verið endur­bókaður með öðrum flug­fé­lögum á milli Evrópu og Norður-Ameríku.
  • Morgun­flugi til Akur­eyrar er af­lýst og far­þegum boðið að ferðast með öðru flugi innan dags.
  • Morgun­flugi til Egils­staða seinkar