Starfsmenn Volkswagen í Þýskalandi hófu tímabundið verkfall í morgun í níu verksmiðjum þýska bílaframleiðandans. Kjaraviðræður hafa staðið yfir milli stjórnenda Volkswagen og verkalýðsfélagsins IG Metall.

Thorsten Gröger, aðalsamningsmaður IG Metall, segir að viðræðurnar gætu verið þær hörðustu í sögu Volkswagen en þær munu ráða til um það hversu lengi verkfallið mun standa yfir.

„Þeir sem hunsa vinnuaflið eru að leika sér með eld og það erum við sem vitum hvernig á að breyta neista í eld,“ sagði Gröger í ræðu sem hann gaf í dag.

Talsmaður Volkswagen sagði í gær að fyrirtækið virti rétt starfsmanna til að hefja verkfall og bætti við að fyrirtækið myndi halda áfram að finna uppbyggilega lausn á málinu.