Kelly Ortberg, forstjóri Boeing, biðlar nú til starfsmanna flugvélaframleiðandans um að fara ekki í verkfall þar sem það gæti stefnt fyrirtækinu í hættu. Stjórnendur Boeing hafa þá boðið starfsmönnum 25% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil.

Verkalýðsfélag starfsmanna Boeing mun greiða atkvæði í dag um hvort tilboðið verði samþykkt. Ef ákveðið verður gegn samningnum gæti verkfall hafist á morgun.

Kelly Ortberg, forstjóri Boeing, biðlar nú til starfsmanna flugvélaframleiðandans um að fara ekki í verkfall þar sem það gæti stefnt fyrirtækinu í hættu. Stjórnendur Boeing hafa þá boðið starfsmönnum 25% launahækkun yfir fjögurra ára tímabil.

Verkalýðsfélag starfsmanna Boeing mun greiða atkvæði í dag um hvort tilboðið verði samþykkt. Ef ákveðið verður gegn samningnum gæti verkfall hafist á morgun.

„Ég bið ykkur um að fórna ekki tækifærinu til að tryggja framtíð okkar vegna gremju fortíðarinnar. Með því að vinna saman veit ég að við getum komist aftur á réttan stað, en verkfall myndi setja sameiginlegan bata okkar í hættu,“ segir Ortberg í minnisblaði.

Ofan á fyrirhugaða 25% launahækkun myndi samningurinn bjóða starfsmönnum upp á bætta heilsugæslu, eftirlaunabætur og 12 vikna launað fæðingarorlof.

John Holden, leiðtogi verkalýðsfélagsins, segir þó að samningurinn njóti ekki mikils stuðnings meðal þeirra 30 þúsund Boeing-starfsmanna sem félagið talar fyrir. Núverandi samningur þeirra náðist árið 2008 eftir átta vikna verkfall.