Nýjustu Mission Impossible kvikmyndinni verður seinkað um tæpt ár eftir að framleiðslu hennar hætti vegna yfirstandandi verkfalls leikara í Hollywood.
Fréttamiðillinn Variety greinir frá því að áttunda Mission Impossible kvikmyndin verður nú frumsýnd 23. maí 2025 í stað 28. júní 2024.
Kvikmyndin er ekki sú eina sem verkfallið hefur haft áhrif á en vinnsla margra þátta og kvikmynda er nú í biðstöðu vegna verkfallsins sem hófst í júlí á þessu ári. Búist er við því að samningaviðræður hefjist á ný í dag en seinustu viðræður áttu sér stað fyrir rúmum tveimur vikum.
Verkfall leikara hefur nú staðið yfir í 102 daga en það fylgdi í kjölfar verkfalls handritshöfunda.
Kvikmyndum á borð við Blade og Fantastic Four hafa þegar verið seinkaðar um nokkra mánuði á meðan Avengers: The Kang Dynasty og Avengers: Secret Wars hefur verið frestað um eitt ár. Spongebob Squarepants verður seinkað frá maí 2025 til desember 2025.