Flugfélagið Norwegian Air Shuttle segir að það muni fækka pöntunum á nýjum flugvélum frá Boeing vegna verkfallsins sem stendur nú yfir hjá flugvélaframleiðandanum. Norska lággjaldaflugfélagið sagði að verkfallið myndi líklega tefja afhendingu nýrra véla.

Ákvörðun Norwegian kemur eftir að stéttarfélag starfsmanna Boeing hafnaði nýjasta samningi fyrirtækisins sem kvað á um 35% launahækkun.

Aðrir viðskiptavinir Boeing eins og Lufthansa og Ryanair höfðu áður varað við því að félögin myndu ekki fá vélar sínar afhentar á sama hraða og áður sökum verkfallsins en erfitt væri að segja til um endanleg áhrif.

Norwegian býst við því að stækka flugflota sinn úr 86 í 90 á næsta ári en fyrirtækið hafði áður sagt að það myndi vilja fjölga þeim í fleiri en 90. Fyrir vikið er búist við því að farþegafjöldi flugfélagsins verði minni en 13% aukningin sem gert er ráð fyrir á þessu ári.