Vélvirkjar Boeing hafa samþykkt nýjan kajarasamning og þar með bundið enda á verkfall sem hefur staðið yfir í nærri átta vikur. Wall Street Journal greinir frá.

Kjarasamningurinn tryggir 33 þúsund vélvirkjum í flugsmiðjum Boeing í nágrenni við Seattle um 38% launahækkun á næstu fjórum árum. Upphaflega tilboð Boeing hljóðaði upp á 25% launahækkun.

Boeing segir að meðallaun vélvirkja félagsins verði um 119 þúsund dalir, eða um 16,3 milljónir króna, undir lok gildistíma kjarasamningsins.