Gengi banda­ríska bíla­fram­leiðandans Ford hækkaði um 3,5% við opnun markaða vestan­hafs eftir að verk­falls­að­gerðum meðal starfs­manna Ford var frestað, þar sem samninga­við­ræður væru að þokast í rétta átt.

Starfs­menn banda­rísku bíla­fram­leiðandanna Ford, GM og Chrystler fóru í verk­fall á dögunum en kjara­samningur bílarisana við UAW stéttar­fé­lagið rann út 14. septem­ber.

„Við viljum benda á að Ford er al­vara með að reyna ná samningi. Við­ræður við GM og Stellantis (Chrystler) er önnur saga,“ sagði Shawn Fain, for­seti UAW, í beinu streymi til fé­lags­manna í dag.

Verk­falls­að­gerðum var bara frestað hjá Ford en búast má við frekari verk­falls­að­gerðum hjá GM og Stellantis á næstu dögum.

Gengi GM og Stellantis hafa einnig hækkað í dag en þó bara um nokkra punkta.