Gengi bandaríska bílaframleiðandans Ford hækkaði um 3,5% við opnun markaða vestanhafs eftir að verkfallsaðgerðum meðal starfsmanna Ford var frestað, þar sem samningaviðræður væru að þokast í rétta átt.
Starfsmenn bandarísku bílaframleiðandanna Ford, GM og Chrystler fóru í verkfall á dögunum en kjarasamningur bílarisana við UAW stéttarfélagið rann út 14. september.
„Við viljum benda á að Ford er alvara með að reyna ná samningi. Viðræður við GM og Stellantis (Chrystler) er önnur saga,“ sagði Shawn Fain, forseti UAW, í beinu streymi til félagsmanna í dag.
Verkfallsaðgerðum var bara frestað hjá Ford en búast má við frekari verkfallsaðgerðum hjá GM og Stellantis á næstu dögum.
Gengi GM og Stellantis hafa einnig hækkað í dag en þó bara um nokkra punkta.