Eftir styrkingarhrynu krónunnar á móti evru frá 25. janúar til 9 febrúar fór krónan aftur að veikjast.
Veikingin hófst í kjölfar vaxandi hörku í samskiptum Samtaka atvinnulífsins og Eflingar með verkföllum og tali um frekari verkföll.
Ekki síst verkfalli ökumanna hjá olíudreifingarfélögunum en útlit er að samfélagið lamist þegar eldsneyti á bensínstöðvum þrýtur.
Veikingin nam 2,4% á níu viðskiptadögum. Veikari króna gagnvart evru þýðir alla jafna meiri verðbólgu.
Loðnan kom til bjargar
Hins vegar styrktist krónan hressilega í kjölfar nýrrar veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar á loðnu. Fiskifrétta fjölluðu um ráðgjöfina á vef blaðsins í gær og í blaðinu sem kom út í morgun.
Krónan hefur styrkst um 1,3% frá á mánudag og þakka menn aðallega auknum loðnukvóta þá hækkun.
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að aukinn loðnukvóti gæti þýtt tíu milljarða króna í aukin útflutningsverðmæti.