Halli hefur verið á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarna þrjá ársfjórðunga og er um að ræða markvissa breytingu frá stöðunni eins og hún var fyrir ári síðan.

Fjallað er um málið í Hagsjá Landsbankans sem birtist í dag. Þar kemur fram að tvennt er að grafa undan utanríkisviðskiptum þjóðarbúsins. Verðmæti útflutnings hefur verið að dragast saman á sama tíma og afgangur af þjónustuviðskiptum minnkar.

Halli hefur verið á vöru- og þjónustuviðskiptum undanfarna þrjá ársfjórðunga og er um að ræða markvissa breytingu frá stöðunni eins og hún var fyrir ári síðan.

Fjallað er um málið í Hagsjá Landsbankans sem birtist í dag. Þar kemur fram að tvennt er að grafa undan utanríkisviðskiptum þjóðarbúsins. Verðmæti útflutnings hefur verið að dragast saman á sama tíma og afgangur af þjónustuviðskiptum minnkar.

Eins og bent er á í umfjöllun Landsbankans þá hafa þjónustuviðskipti við útlönd vegið upp halla af vöruviðskiptum undanfarinn áratug og þannig skilað töluverðum afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum. Undantekningin á þessu eru árin þar sem að heimsfaraldurinn gekk yfir. Gjaldeyrisöflunin sem þessu hefur fylgt hefur meðal annars skotið traustari stoðum undir gengi krónunnar en ella.

Fram kemur í umfjöllun Landsbankans að breyting hafi orðið á í fyrra en þá dróst vöruútflutningur saman sökum minnkandi útflutningsverðmæta sjávarafurða og álframleiðslu. Þróun raungengis og skerðingu á orkuafhendingu er meðal annars þar um að kenna. En styrkur ferðaþjónustunnar vó á móti og var afgangur af þjónustuviðskiptum sá mesti sem mælst hefur.

Neikvætt framlag utanríkisviðskipta

En eins og fram kemur í Hagsjánni hefur sá afgangur farið þverrandi á undanförnum fjórðungum. Sérfræðingar Landsbankans telja að útlit sé fyrir að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði neikvætt á fyrri hluta ársins, þar sem heildarinnflutningur hefur aukist og heildarútflutningur dregist saman