Sjálfseignarstofnunin Verzlunarskóli Íslands skilaði 40,8 milljóna króna hagnaði á árinu 2013 samkvæmt nýbirtum ársreikningi skólans. Það er nokkuð betri afkoma en árið 2012 þegar 6,4 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum.
Eignir skólans nema 2.083 milljónum króna og eigið fé um 690 milljónum.
Alls námu tekjur skólans 1.186 milljónum króna á árinu, þar af var framlag ríkissjóðs 989 milljónir og skólagjöld nemenda 183 milljónir.
Skólinn greiddi samtals tæpar 711 milljónir í laun á árinu en að meðaltali störfuðu 109 starfsmenn hjá skólanum á árinu. Meðaltekjur starfsmanna námu því 543 þúsundum króna á árinu.