Bandaríska verslunarkeðjan Albertsons hefur hætt við samruna fyrirtækisins við verslunina Kroger. Albertsons hefur þá einnig höfðað gegn Kroger þar sem fyrirtækið gerði ekki sitt besta til að tryggja samþykki frá eftirlitsaðilum.
Albertsons segir að Kroger hafi brotið gegn samrunasamningnum, sem hljómaði upp á 20 milljarða dala, og fer fram á fleiri milljarða dala í skaðabætur.
„Í stað þess að uppfylla samningsbundnar skuldbindingar sínar til að tryggja að samruninn færi í gegn, hugsaði Kroger aðeins um eigin fjárhagslega hagsmuni og lagði ítrekað fram ófullnægjandi tillögur sem ávörpuðu ekki áhyggjur eftirlitsaðila,“ segir Tom Moriarty, aðallögfræðingur Albertsons.
Kroger hafði áður samþykkt að greiða Albertsons 600 milljónir dala ef samningurinn færi ekki í gegn.