Þrjár helstu vísitölurnar á Wall Street hafa ekki lækkað eins mikið á einu degi frá júní 2020, eins og í dag.

Þrátt fyrir að verðbólga hafi lækkað lítillega milli mánaða þá brugðust fjárfestar illa við tölum bandarísku hagstofunnar.

Nasdaq vísitalan hefur aðeins lækkað 45 sinnum meira en 5% innan dags en hún hefur verið birt frá árinu 1971. Síðast lækkaði hún yfir 5% þann 11. júní 2020.

Dow Jones vísitalan lækkaði um 3,94%, S&P500 um 4,32% og Nasdaq um 5,16%.