Hlutabréfaverð Ford Motor lækkaði um 18,4% í gær. Þetta er mesta lækkun á hlutabréfum bandaríska bílaframleiðandans á einum degi frá árinu 2008.

Uppgjör Ford fyrir annan ársfjórðung, sem félagið birti eftir lokun markað á miðvikudaginn, var undir væntingum markaðsaðila. Aðlagaður hagnaður á hlut nam 0,47 dollurum en til samanburðar gerðu greiningaraðilar ráð fyrir 0,68 dollurum að því er segir í frétt Wall Street Journal.

Hlutabréfaverð Ford Motor lækkaði um 18,4% í gær. Þetta er mesta lækkun á hlutabréfum bandaríska bílaframleiðandans á einum degi frá árinu 2008.

Uppgjör Ford fyrir annan ársfjórðung, sem félagið birti eftir lokun markað á miðvikudaginn, var undir væntingum markaðsaðila. Aðlagaður hagnaður á hlut nam 0,47 dollurum en til samanburðar gerðu greiningaraðilar ráð fyrir 0,68 dollurum að því er segir í frétt Wall Street Journal.

Þá hélt Ford afkomuspá sinni fyrir árið óbreyttri en ýmsir markaðsaðilar höfðu vonast eftir uppfærslu eftir að samkeppnisaðilinn General Motors hækkaði afkomuspá sina degi fyrr.

Tekjur Ford á öðrum ársfjórðungi jukust um 6,2% og námu 47,8 milljörðum dala. Félagið hagnaðist um 1,8 milljarða dala samanborið við 1,9 milljarða dala á öðrum fjórðungi 2023.

John Lawler, fjármálastjóri Ford, sagði að ábyrgðarkostnaður vegna eldri bíla viðskiptavina hefði aukist og litað afkomu félagsins. Auk þess hafi kostnaður vegna nýrra bíla sem félagið hóf sölu á haft neikvæð áhrif á afkomuna.