Elon Musk tók 13 milljarða Banda­ríkja­dali að láni til að kaupa sam­fé­lags­miðilinn Twitter en sam­kvæmt The Wall Street Journal sitja lán­veit­endur Musk enn eftir með lánin á sínum bókum.

Sjö bankar, meðal annars Morgan Stanl­ey og Bank of America, tóku þátt í að lána Musk milljarðana í októ­ber 2022. Venja er að þegar bankar lána fyrir stórum yfir­tökum selji þeir lánin til fjár­festa skömmu síðar og græði á þóknunar­greiðslum.

Bönkunum hefur þó ekki enn tekist að finna fjár­festa sem vilja kaupa skuldirnar og því hafa þeir þurft að halda lánunum á bókum sínum með til­heyrandi af­skriftum.

Elon Musk tók 13 milljarða Banda­ríkja­dali að láni til að kaupa sam­fé­lags­miðilinn Twitter en sam­kvæmt The Wall Street Journal sitja lán­veit­endur Musk enn eftir með lánin á sínum bókum.

Sjö bankar, meðal annars Morgan Stanl­ey og Bank of America, tóku þátt í að lána Musk milljarðana í októ­ber 2022. Venja er að þegar bankar lána fyrir stórum yfir­tökum selji þeir lánin til fjár­festa skömmu síðar og græði á þóknunar­greiðslum.

Bönkunum hefur þó ekki enn tekist að finna fjár­festa sem vilja kaupa skuldirnar og því hafa þeir þurft að halda lánunum á bókum sínum með til­heyrandi af­skriftum.

Sam­kvæmt WSJ hafa banda­rískir bankar ekki gert verri fjár­mögnunar­samninga síðan í efna­hags­hruninu 2008.

Sam­kvæmt gögnum frá Pitch­book LCD er einungis ein 20 milljarða dala yfir­taka frá árinu 2007 sem telst verri en tólf mánuðum síðan fóru bankarnir sem veittu lánin flestir á hausinn.

Ste­ven Kaplan, prófessor í fjár­málum hjá Há­skólanum í Chi­cago, segir það sögu­legt að bankarnir hafi þurft að sitja á lánunum í svona langan tíma en hann hefur fylgst með skuld­settum yfir­tökum frá árinu 1980.

„Lánin liggja þungt á bönkunum og í miklu lengri tíma en ég hef séð áður,“ segir Kaplan.

Sam­kvæmt WSJ á­kváðu bankarnir að veita Musk lán fyrir yfir­tökunni þrátt fyrir að hann sjálfur hefði marg­sinnis sagt að hann væri að kaupa fyrir­tækið langt yfir markaðs­verði.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum WSJ hjá bönkunum var það sagt afar að­lagandi að fá að taka þátt í lán­veitingum til ríkasta manns heims.

Bankarnir sjö eru Morgan Stanl­ey, Bank of America, Barcla­ys, MUFG, BNP Pari­bas, Société Généra­le og Mizu­ho.