Vefsvæðið e-fasteignir hefur verið starfrækt síðan 2020 og byrjaði sem kerfi þar sem fasteignasalar geta sent eigendum tilboð í söluþóknun. Fasteignasalar geta þá séð auglýsingar og gert tilboð í söluþóknunina.

Þjónustan er enn í notkun en nú hefur vefsvæðið hins vegar þróast út í að gera einstaklingum kleift að selja eignir sínar á eigin spýtur án milligöngu fasteignasala.

Haraldur Pálsson, meðstofnandi e-fasteigna, segir að margir séu vissulega smeykir við að selja fasteign á eigin vegum, enda hafi flestir vanist því að notast við fasteignasala eða milliaðila þegar kemur að stórum viðskiptum.

„Þeir eiga oft líka til að hræða alla frá því að gera þetta sjálfir og segja að þetta séu stærstu viðskipti sem þú gerir á ævinni og þú megir því ekki klúðra þeim. Staðreyndin er hins vegar sú að margir gera þessi viðskipti oft yfir ævina.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.