VEX hefur lokið fjármögnun á 15 milljarða framtakssjóði sem ber heitið VEX II. Áformað er að VEX II fjárfesti í 5-8 fyrirtækjum á næstu fjórum árum, að því er segir í fréttatilkynningu.

„Fjárfest verður í félögum sem hafa rekstrarsögu og sannreynt viðskiptamódel, bæði hefðbundnum rekstrarfyrirtækjum og eins fyrirtækjum sem eru á vaxtarstigi og þurfa fjármagn til þess að sækja fram. Í öllum tilfellum hefur VEX aðkomu að stjórnun félaganna og styður við stjórnendur og starfsfólk í því að byggja upp öflug félög með ábyrgum hætti.“

VEX hefur lokið fjármögnun á 15 milljarða framtakssjóði sem ber heitið VEX II. Áformað er að VEX II fjárfesti í 5-8 fyrirtækjum á næstu fjórum árum, að því er segir í fréttatilkynningu.

„Fjárfest verður í félögum sem hafa rekstrarsögu og sannreynt viðskiptamódel, bæði hefðbundnum rekstrarfyrirtækjum og eins fyrirtækjum sem eru á vaxtarstigi og þurfa fjármagn til þess að sækja fram. Í öllum tilfellum hefur VEX aðkomu að stjórnun félaganna og styður við stjórnendur og starfsfólk í því að byggja upp öflug félög með ábyrgum hætti.“

Sjóðurinn er framhald af fyrsta framtakssjóði félagsins sem stofnaður var í maí 2021. VEX hefur frá þeim tíma fjárfest fyrir um 14 milljarða króna í fimm fyrirtækjum; Opnum Kerfum, Öryggismiðstöðinni, Icelandic Provisions og hugbúnaðarfyrirtækjunum AGR og Annata.

Frá árinu 2011 hafa starfsmenn VEX komið að fjárfestingum, fyrir hönd fjölbreytts hóps fjárfesta, í 19 fyrirtækjum fyrir yfir 65 milljarða króna.