Meðalvextir á vinsælasta húsnæðisláni Bandaríkjanna hækkuðu um 25 punkta í síðustu viku. Um er að ræða 30 ára lán á föstum vöxtum en þeir standa nú í 5,65% og hafa ekki verið hærri síðan síðla árs 2008, undir lok fjármálakreppunnar og mikils samdráttar. Þrátt fyrir vaxtahækkanir leituðu fleiri íbúðarkaupendur eftir eignum samanborið við vikuna áður. Reuters greinir frá.
Fyrirséð er að seðlabankinn hækki vexti um 75 punkta til að ná böndum á verðbólgu en hún hefur ekki mælst meiri í 40 ár. Ef sú hækkun raungerist er um að ræða mestu vaxtahækkun Bandaríkjanna í áratugi.
Sjá einnig: Ekki meiri verðbólga í 40 ár
Þá hefur kaupumsóknum fækkað um meira en 15% miðað við síðasta ár en það má rekja til skorts á húsnæði og viðráðanlegu verði samhliða vaxtahækkunum.