Að mati greiningar­deildar Lands­bankans hefur hátt vaxta­stig borið árangur í því að slá á þenslu í þjóðar­búinu. Eftir­spurn hefur tekið að dragast lítil­lega saman á milli ára, bæði einka­neysla og fjár­festing, og á síðasta fjórðungi síðasta árs mældist að­eins 0,6% hag­vöxtur.

Á­samt því hefur korta­velta heimila dregist saman milli ára síðustu tíu mánuði en þó að­eins lítil­lega síðustu mánuði. Þá bendir könnun meðal stjórn­enda stærstu fyrir­tækja landsins að eftir­spurn eftir vinnu­afli sé að dragast saman.

„Við teljum að peninga­stefnu­nefnd meti kólnunina í hag­kerfinu enn­þá ekki á­hyggju­efni, heldur frekar nauð­syn­legan hluta af því að draga úr verð­bólgu. Við teljum að á meðan verð­bólga er enn jafn há og raun ber vitni sé ó­lík­legt að vextir verði lækkaðir í því skyni að stemma stigu við kólnun í hag­kerfinu,“ segir í Hag­s­já bankans sem kom út í morgun.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá telur Lands­bankinn að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans muni halda vöxtum ó­breyttum í næstu viku.

„Nefndin vill lík­lega ekki senda þau merki að hún taki á­kvörðun um vaxta­lækkun til þess að þóknast vinnu­markaðnum eða til þess að greiða fyrir kjara­við­ræðum. Frekar vill hún fylgjast með frekari fram­vindu í kjara­við­ræðum og vera þess full­viss að sátt náist víðar og stuðli að verð­stöðug­leika,“ segir í Hag­s­já.