Englandsbanki hefur lækkað stýrivexti úr 4,5% niður í 4,25% en á vef BBC segir að vextirnir hafi ekki verið jafn lágir í tvö ár. Seðlabankastjórinn Andrew Baily segir ástæðu lækkunarinnar vera vegna minnkandi verðbólgu.

Vaxtanefnd Englandsbanka var þó klofin þegar kom að vaxtalækkuninni en fimm meðlimir kusu að lækka vexti niður í 4,25%, tveir kusu að lækka niður í 4% og tveir kusu þá með að halda vöxtum óbreyttum.

Andrew Bailey varar þó við því að og segir að síðustu vikur hafi sýnt hversu óútreiknanlegt heimshagkerfið geti verið og vísaði þá í tolla Donalds Trumps. Vonir eru þó um stöðugleika eftir að kynnt var um fyrirhugaðan verslunarsamning milli Bretlands og Bandaríkjanna.

Hann bætti við að það væri nú forgangsverkefni hjá bankanum að tryggja lága og stöðuga verðbólgu og myndi halda sig við varkára nálgun þegar kæmi að frekari vaxtalækkunum í náinni framtíð.