Evrópski seðla­bankinn á­kvað rétt í þessu að lækka stýri­vexti sína um 25 punkta og eru því megin­vextir bankans í 3,75%.

Um er að ræða fyrstu vaxta­lækkun bankans í fimm ár en Evrópski Seðla­bankinn er jafn­framt á undan þeim banda­ríska og Eng­lands­banka að lækka vexti.

Á­vöxtunar­krafa þýskra ríkis­skulda­bréfa til tveggja ára hækkaði upp í 3% í kjöl­far á­kvörðunarinnar.

Sam­kvæmt Financial Timesbenda hreyfingar á mörkuðum til þess að fjár­festar séu sann­færðir um að bankinn lækki vexti aftur í septem­ber­mánuði.

Christine Lagar­de, for­seti Evrópska seðla­bankans, mun veita fram­sýna leið­sögn á blaða­manna­fundi innan skamms en hún sagði fyrir mánuði síðan að hún væri sann­færð um að evru­svæðið væri að ná tökum á verð­bólgunni.

Árs­verð­bólga á evru­svæðinu var í kringum 10% árið 2022 en mælist nú í kringum 2% sem er ná­lægt verð­bólgu­mark­miði bankans.

Verð­bólgan hækkaði þó ó­vænt í maí­mánuði og var 2,6% á árs­grund­velli og óttuðust margir að vextir yrðu mögu­lega ó­breyttir.