Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, sendi tölvupóst á alla starfsmenn bankans vegna ákvörðunar stjórnar Kviku banka um að hafna beiðni stjórnar Íslandsbanka um samrunaviðræður. Um leið féllst stjórn Kviku á beiðni stjórnar Arion banka um samrunaviðræður.

„Við teygðum okk­ur eins langt í verði og við töld­um hyggi­legt út­frá hags­mun­um hlut­hafa bank­ans,“ segir í tölvupósti Jóns Guðna, sem mbl.is segir frá. Þá bætir hann við að mat bankans hafi byggt á bjartsýnum forsendum um vöxt og samlegðaráhrif.

Jafnframt segir Jón Guðni að bank­inn hafi lagt mikla vinnu í að greina þetta tæki­færi, en niðurstaðan sé vissu­lega von­brigði. Þrátt fyr­ir það kveðst hann sann­færður um að önn­ur spenn­andi tæki­færi bíði Íslands­banka, bæði á sviði innri og ytri vaxt­ar, hér­lend­is sem er­lend­is.