Óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími á Alþingi í dag hófst með hörðum orðaskipt­um Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur for­manns Viðreisn­ar, um rík­is­fjár­mál­in og verðbólguna.

Mikill hiti var í þingsalnum þegar Bjarni sagði stjórn­ar­and­stöðuna kalla eft­ir aðhaldi og örv­andi aðgerðum sam­tím­is og kallaði það þver­sögn.

Þor­gerður Katrín kallaði eft­ir aðgerðum af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og nefndi að hann hafi verið í sínu embætti í tíu ár og ætti því að þekkja til mála­flokks­ins. Þorgerður sagði meðal annars:

„Ákvarðanir ríkisins hafa ýtt undir þenslu því að við sáum að löngu fyrir Covid-faraldurinn voru strax merki um samdrátt. Seðlabankastjóri situr svolítið uppi með sitt eina tæki, sem er stýrivaxtatækið. Aðilar vinnumarkaðarins eru nokkurn veginn búnir að komast að niðurstöðu.

Viðreisn hefur ítrekað varað við þessari þróun á stjórn ríkisfjármála. Við lögðum fram tillögu til að vinna bug á hallanum, við vildum stoppa lánafyllirí ríkissjóðs — ríkisstjórnarflokkarnir greiddu atkvæði gegn því — og við sjáum það að samsetning ríkisstjórnarinnar er svolítið að hamla því að tekið sé á málum. Það var málamiðlun í upphafi sem mjög var greint frá, en um leið er þessi gambítur á okkur öll að verið er að stórauka ríkisútgjöld meðan það er verið að lækka skatta á móti. Þetta er eitruð blanda og við sjáum svolítið niðurstöðurnar í dag.“

Þegar Bjarni lauk seinna andsvari kallaði Þorgerður: „ríkisstjórnin skilar auðu.“ Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti fyrrum samherjanna.