Til stendur að innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu sem snýr að upplýsingagjöf um sjálfbærni eða CSRD-tilskipunina (e. Corporate Sustainable Reporting Directive) í byrjun næsta árs en áform um lagasetningu voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði.

Til stendur að innleiða tilskipun frá Evrópusambandinu sem snýr að upplýsingagjöf um sjálfbærni eða CSRD-tilskipunina (e. Corporate Sustainable Reporting Directive) í byrjun næsta árs en áform um lagasetningu voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í síðasta mánuði.

Meðal þeirra sem skiluðu inn umsögn var Deloitte en þar kemur fram að af áformunum megi ráða að veigamiklar breytingar verði gerðar á lögum um ársreikninga og lögum um endurskoðun en um sé að ræða einhverja viðamestu breytingu regluverksins frá innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla IFRS fyrir tveimur áratugum.

Bent er á reynslu af innleiðingum fyrri tilskipana og reglugerða en hluti þeirra hafði ýmist ekki verið innleiddur hér á landi, eingöngu innleiddur að hluta eða ranglega innleiddur, og því gátu íslenk fyrirtæki ekki uppfyllt skyldur sínar að fullu.

„Sér-íslensk frávik auka hættuna á því að fjárfestar, sem hafa hug á að koma fjármunum sínum í græn verkefni, líti fram hjá íslenskum aðilum, eða bjóði þeim verri kjör en annars, þar sem upplýsingagjöf þeirra verður að hluta til stjörnumerkt,“ segir í umsögninni.

Að sama skapi sé brýnt að handhafar löggjafarvaldsins freistist ekki til að leggja til strangari kröfur en ytra. Þá sé mikilvægt að Alþingi ljúki samþykkt laganna fyrir áramót svo umrædd fyrirtæki, og ekki síður endurskoðendur sem þurfa á endurmenntun að halda, geti undirbúið sig.

„ESRS sjálfbærnireikningsskilastaðlarnir verða trauðla taldir auðveldir aflestrar. Fyrirtæki og staðfestingaraðilar hafa nú þegar hafið undirbúning út frá væntri innleiðingu en þó stigið varlega til jarðar þar sem endanleg útfærsla liggur ekki fyrir. Sú óvissa skapar vanda sem mikilvægt er að eyða.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.