Lítil velta var á markaði í dag en hún nam 866 milljónum króna. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í dag.

Hlutabréfaverð Skel hækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 3% í 252 þúsund króna viðskiptum. En gengi bréfa félagsins hefur hækkað um 11,5% á síðastliðnum mánuði.

Hlutabréfaverð Marels og Ölgerðarinnar lækkuðu mest í dag eða um 1,2%. Velta með bréf Ölgerðarinnar nam 2 milljónum króna en 150 milljónir með bréf Marels en þá jafnframt voru mest viðskipti með bréf Marel í dag.

Þá lækkaði Sjóvá um 1,1% í 83 milljón króna viðskiptum en félagið tilkynnti uppgjör annars ársfjórðungs í gær en þar kom fram að afkoma félagsins á öðrum ársfjórðungi var neikvæð sem nemur 153 milljónum króna. Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá, þótti markaðurinn aðeins of rólegur í dag.