Viðræður milli fjármálaráðuneytisins og fulltrúa 18 lífeyrissjóða um uppgjör á Íbúðabréfum sjóðsins standa enn. Viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu, að því er segir í nýbirtum árshlutareikningi.

„Fari það svo að ekki náist samkomulag um uppgjör skuldabréfanna er frumvarp um slit ógjaldfærra aðila mikilvægt skref í þá átt að hægt verði að skapa skilyrði til þess að slíta sjóðnum og stöðva taprekstur hans.“

Viðræður milli fjármálaráðuneytisins og fulltrúa 18 lífeyrissjóða um uppgjör á Íbúðabréfum sjóðsins standa enn. Viðræðurnar hafa tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu, að því er segir í nýbirtum árshlutareikningi.

„Fari það svo að ekki náist samkomulag um uppgjör skuldabréfanna er frumvarp um slit ógjaldfærra aðila mikilvægt skref í þá átt að hægt verði að skapa skilyrði til þess að slíta sjóðnum og stöðva taprekstur hans.“

Jafnframt kemur fram að sjóðurinn gerir ekki ráð fyrir frekari skiptiútboðum eða uppkaupum á skuldum sjóðsins á meðan viðræður um uppgjör sjóðsins standa yfir.

Þegar tilkynnt var í febrúar um að viðræður hefðu hafist - rúmu einu og hálfu ári eftir að Bjarni Benediktsson kynnti fyrst skýrslu og hugmyndir um slit og uppgjör ÍL-sjóðs – kom fram að markmið við­ræðnanna væri að ná samkomulagi sem felur í sér að skuldabréf ÍL-sjóðs verði gerð upp að fullu og skilyrði sköpuð fyrir slitum sjóðsins.

Þess má geta að alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody‘s nefndi mögulegt samkomulag um uppgjör á skuldum sjóðsins sem eina af helstu ástæðunum fyrir hækkun á lánshæfismati ríkissjóðs úr A2 í A1 á dögunum. Moody‘s gaf til kynna að því þætti líklegra en ekki að samkomulag muni nást.

Ríkissjóður endurgreiði sjóðnum lán fyrr en ella

Í áritun umsjónaraðila sjóðsins í árshlutareikningnum segir að uppgreiðslur útlána hafi verið að dragast hratt saman á síðustu árum og virðast nú vera komnar í jafnvægi þar sem uppgreiðsluhlutfallið hefur verið svipað síðustu þrjá árshelminga.

Í áætlunum sjóðsins sé hins vegar gert ráð fyrir að uppgreiðslur séu nýttar til að greiða af skuldum og því felur lækkun í uppgreiðslum í sér þörf á að ríkissjóður endurgreiði ÍL-sjóði fyrr en ella hluta þeirra lána sem hann tók hjá sjóðnum á árunum 2020 og 2021.

Í byrjun júní greiddi ríkissjóður 5,5 milljarða króna inn á skuldina. Í áætlunum sé gert ráð fyrir að frekari endurgreiðslur komi til á næstu árum.

ÍL-sjóður tapaði 7,1 milljarði króna á fyrri árshelmingi samanborið við 13 milljarða tap á sama tímabili í fyrra. Eignir sjóðsins námu milljörðum króna í lok júní og eigið fé var neikvætt um 261 milljarð.