Gengi Nvidia lækkaði um 2% í dag eftir að kínverska viðskiptaeftirlitið tilkynnti að það væri að rannsaka fyrirtækið fyrir brot á einokunarlögum en rannsóknin tengist kaupum Nvidia á Mellanox.
Tilkynningin kemur samhliða aukinni hörku í viðskiptastríði milli Kína og Bandaríkjanna um aðgengi að hálfleiðurum og tölvukubbum.
Bandaríkin hafa takmarkað aðgengi Kínverja að hálfleiðurum á undanförnum árum og hafa þar með útilokað Nvidia frá því að selja gervigreindarflögur sínar til Kína, sem gæti notað þær í hernaðarlegum tilgangi.
Hlutabréf Nvidia hafa hækkað um 188% á þessu ári en fjárfestar hafa aukið traust sitt á þessum vaxandi geira, sérstaklega undanfarin tvö ár eftir að ChatGPT leit fyrst dagsins ljós.