Hlutabréfaverð Play lækkaði um 16,8% í gær og hefur alls lækkað um 28,3% í vikunni. Gengi Play hefur fallið um tæp 2% í viðskiptum dagsins og stendur nú í 0,76 krónum á hlut.

Klukkan 10:40 í dag fóru 10 milljóna króna viðskipti með 0,7% í flugfélaginu, eða 13.245.033 hluti, í gegn á genginu 0,755 krónur. Til samanburðar var dagslokagengi Play í gær 0,77 krónur og hefur aldrei verið lægra frá skráningu flugfélagsins í Kauphöllina sumarið 2021.

Play sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi vegna tilkynninga Kauphallarinnar á athugunarmerkingu flugfélagsins og fréttaumfjöllun um hana. Stjórn PLAY sagðist harm­a óskýr­ar til­kynn­ing­ar og frétta­flutn­ing um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins.

„Óskýr­ar til­kynn­ing­ar af þessu tagi og frétta­flutn­ing­ur af þeim valda al­var­leg­um mis­skiln­ingi sem veld­ur fé­lag­inu tjóni."

Play benti á að það hefði skilmerkilega greint frá ábend­ingu end­ur­skoðanda í kynn­ingu sinni á dög­un­um og í frétta­til­kynn­ingu fyrr í vik­unni.