Viðskipti með hlutabréf Marels voru stöðvuð kl. 9:37 í morgun eftir að gengi félagins rauk upp í kjölfar þess að tilkynnt var í nótt um mögulegt óskuldbindandi yfirtökutilboð í fyrirtækið.

Gengi hlutabréfa Marels hafði hækkað um 28,6%, úr 350 króna dagslokagengi félagsins í gær í 450 krónur á hlut áður Kauphöllin stöðvaði viðskipti með bréf félagsins.

Í tilkynningu Marels var áréttaða um ekki sé um lagalega bindandi skuldbindingu að ræða og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum.

„Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.“