Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði um rúm 3% í við­skiptum dagsins. Dagsloka­gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins var 1720 krónur eftir um 406 milljón króna veltu í dag.

Gengi Al­vot­ech tók við sér eftir upp­gjör annars árs­fjórðungs en fé­lagið skilaði já­kvæðri EBITDA-fram­legð í fyrsta sinn á fjórðungnum. Heildar­tekjur námu 236 milljónum dollara, eða um 32,8 milljörðum króna, sem er meira en tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Að­löguð EBITDA-fram­legð Al­vot­ech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árs­helmingi. Í kjöl­farið hækkaði gengi Al­vot­ech um næstum 18% á einni við­skipta­viku en við­snúningur varð á þeirri þróun í dag.

Hluta­bréfa­verð Al­vot­ech lækkaði um rúm 3% í við­skiptum dagsins. Dagsloka­gengi líf­tækni­lyfja­fé­lagsins var 1720 krónur eftir um 406 milljón króna veltu í dag.

Gengi Al­vot­ech tók við sér eftir upp­gjör annars árs­fjórðungs en fé­lagið skilaði já­kvæðri EBITDA-fram­legð í fyrsta sinn á fjórðungnum. Heildar­tekjur námu 236 milljónum dollara, eða um 32,8 milljörðum króna, sem er meira en tí­földun frá sama tíma­bili í fyrra.

Að­löguð EBITDA-fram­legð Al­vot­ech nam 64 milljónum dollara, eða um 8,9 milljörðum króna, á fyrri árs­helmingi. Í kjöl­farið hækkaði gengi Al­vot­ech um næstum 18% á einni við­skipta­viku en við­snúningur varð á þeirri þróun í dag.

Í dag var greint frá því að breska sjóða­stýringar­fé­lagið Redwheel hafi keypt í Al­vot­ech fyrir um tvo milljarða í utan­þings­við­skiptum á genginu 1670 krónur.

Sam­kvæmt Inn­herja eiga fjár­festingar­sjóðirnir Redwheel Next Generation Emerging Markets Equity Fund, Al Mehwar Commercial Invest­ments, SEI Insti­tutional Invest­ments og Redwheel Fronti­er Markets Equity Fund nú með saman­lagt 1.275 milljónir hluta að nafn­virði í Al­vot­ech.

Markaðs­virði þess hlutar jafn­gildir um 0,4% eignar­hlut í fé­laginu og er markaðs­virði þess um 2,2 milljarðar króna m.v. gengi dagsins.

Hluta­bréfa­verð Eim­skips lækkaði um rúm 2% í um 100 milljón króna við­skiptum í dag en fé­lagið birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær.

Hagnaður eftir skatta hjá Eim­skip nam 8,4 milljónum evra á fyrri helmingi árs sem er lækkun frá 29,5 milljónum á sama tíma­bili í fyrra. Mun það vera um 71,5% lækkun á milli ára.

Vil­helm Már Þor­steins­son for­stjóri sagðist þó vera bjart­sýnn á betri af­komu á þriðja árs­fjórðungi með auknu út­flutnings­magni frá Ís­landi í kjöl­far nýs fisk­veiði­árs í septem­ber.
Hluta­bréfa­verð Heima leiddi hækkanir annan daginn í röð en gengi fast­eigna­fé­lagsins hefur nú hækkað um 15% síðast­liðinn mánuð. Gengið fór upp um rúmt 1% í 71 milljónar króna við­skiptum í dag.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 1,24% í við­skiptum dagsins og var heildar­velta á markaði 3,3 milljarðar.