Hluta­bréfa­verð Nvidia hækkaði í við­skiptum gær­dagsins eftir um 16% lækkun síðustu þrjá við­skipta­daga.

Gengi ör­flögu­fram­leiðandans hækkaði um 7% í gær og ýtti þar með hluta­bréfa­vísi­tölum vestan­hafs upp á við. Nas­daq vísi­talan hækkaði um 1,3% á meðan S&P 500 hækkaði um 0,4%.

Dow Jones vísi­talan lækkaði um 0,8% en Nvidia er ekki hluti af Dow Jones.

Hluta­bréfa­verð Nvidia hækkaði í við­skiptum gær­dagsins eftir um 16% lækkun síðustu þrjá við­skipta­daga.

Gengi ör­flögu­fram­leiðandans hækkaði um 7% í gær og ýtti þar með hluta­bréfa­vísi­tölum vestan­hafs upp á við. Nas­daq vísi­talan hækkaði um 1,3% á meðan S&P 500 hækkaði um 0,4%.

Dow Jones vísi­talan lækkaði um 0,8% en Nvidia er ekki hluti af Dow Jones.

Markaðs­virði Nvidia lækkaði um ríf­lega 550 milljarða dali á þremur dögum eftir að ör­flögu­fram­leiðandinn varð um skamma stund verð­mætasta fé­lag heims í síðustu viku.

Lækkunin kom í kjöl­far þess að til­kynnt var um að for­stjóri og með­stofnandi Nvidia, Jen­sen Huang, hefði ný­lega selt hluta­bréf í fé­laginu fyrir 95 milljónir dala, eða um 13 milljarða króna.

Salan var hluti af sölu­á­ætlun Huang (e. 10,5-1 sale plan) sem var samþykkt í mars.